Teiknistofan Arkitektar Stefna T.ark er að skapa umhverfi í samræmi við þarfir fólks með tímalausri hönnun og hagkvæmum lausnum

ísl

en

 

//

 

20.08.2015

 

 

Marriott EDITION Reykjavik

 

Spennandi tímar eru framundan hjá T.ark eftir að Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company kynnti nýundirritaðan samning milli fyrirtækis síns og Marriott EDITION vegna reksturs nýs fimm stjörnu hótels við Austurhöfn.

 

Marriott rekur 4000 hótel víðsvegar um heiminn en með Ian Schrager í fararbroddi hefur Marriott tekið fyrstu skrefin í átt að þróun á nýrri hugmyndafræði í hótelrekstri með tilkomu EDITION.

 

T.ark mun ásamt verkfræðistofunni Mannvit og erlendum ráðgjöfum halda áfram vinnu við þróun og hönnun verksins. Við hönnun hótelsins verða kröfur eiganda og rekstraraðila, væntingar gesta og heimamanna og möguleikar staðsetningarinnar lykilatriði í gerð glæsilegrar viðbótar við umhverfi Hörpu og Austurhafnar.

 

Heimasíða EDITION

 

Umfjöllun fjölmiðla m.a. má finna hér, hér og hér

 

 

 

Fjarvíddarmynd af tillögu

 

26.05.2015

 

HÓTEL FOSNAVÅG

 

Í samstarfi við norsku teiknistofuna SE Arkitektur, innanhúsarkitektana MNIL og Olav Thon Gruppen  teiknaði T.ark nýtt 115 herbergja hótel með veitingastað, fundar-aðstöðu, tónlistarsal, ráðstefnu og veislusali fyrir allt að 450 gesti.

 

Byggingin sem er 4530 m² var tekin í notkun á nýliðnum vetri og hefur reynst lyftistöng fyrir bæjarfélagið.  Stórbætt aðstaða til ráðstefnu og fundarhalds er mikilvæg fyrir þennan litla hafnarbæ og hótelið er nú þegar orðið nýtt kennileiti bæjarins.

 

Byggingin risin

 

21.05.2015

 

 

FRÍKIRKJUVEGUR 11

 

Á vormánuðum ársins 2011 var T.ark falið, að undangenginni lokaðri samkeppni,  að þróa áfram tillögu sem miðaði að því að aðlaga húsið nýju hlutverki, gefa því nýtt líf.

 

Ytra byrði hússins er friðað en þarfnast viðgerða og eftir ítarlegar athuganir og umfjöllun hefur nú fengist niðurstaða í friðun innra byrðis svo hægt er að taka næstu skref í að gera húsið upp með það fyrir augum að opna það almenningi.

 

Nú hefjast því framkvæmdir en verkefnið er viðamikið og viðkvæmt, enda um 108 ára gamla sögufræga byggingu að ræða. Það er mikilvægt að sýna sögu og handverki hússins virðingu en að sama skapi er það líka okkar verkefni að sjá til þess að hægt sé að opna húsið og nýta þannig að næsti kafli í sögu þess geti hafist.

 

Hér má finna umfjöllun eiganda hússins um framkvæmdirnar.

 

 

14.04.2015

 

HÓTEL VIÐ HÖRPU

 

Á blaðamannafundi í Hörpu kynntu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company framkvæmdir við hótelið við Austurhöfn en fyrirtæki þess síðastnefnda mun verða leiðandi fjárfestir í verkefninu.

 

Carpenter & Company er viðurkenndur rekstraraðili hótelverkefna í Norður Ameríku og hefur náð miklum árangri á því sviði, m.a. með samstarfi við hótelkeðjur eins og St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.

 

Á lóðinni mun rísa u.þ.b. 250 herbergja, fimm stjörnu hótel rekið af alþjóðlegum hótelrekstraraðila sem kynntur verður til sögunnar á  næstu vikum. Veislu-og fundarsalir, veitingastaðir og heilsulind verður einnig að finna byggingunni sem fullbyggðri er ætlað að verða eitt glæsilegasta hótel Reykjavíkur.

 

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á haustdögum og að hótelið verði opnað vorið 2018.

Samið hefur verið við T.ark-arkitekta og verkfræðistofuna Mannvit um hönnun og stjórnun framkvæmda.

 

Umfjöllun fjölmiðla má  m.a finna hér

 

 

 

T.ark er framúrskarandi.

 

 

 

 

T.ark hlýtur 2-3.verðlaun í samkeppni um skóla, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal.