Teiknistofan Arkitektar Stefna T.ark er að skapa umhverfi í samræmi við þarfir fólks með tímalausri hönnun og hagkvæmum lausnum

ísl

en

 

//

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skerjabraut 1-3

T.ark hannar fjölbýlishús á Seltjarnarnesi

T.ark hlýtur 2-3.verðlaun í samkeppni um skóla, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal.

 

 

 

T.ark er framúrskarandi.

 

14.04.2015

 

HÓTEL VIÐ HÖRPU

 

Á blaðamannafundi í Hörpu kynntu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company framkvæmdir við hótelið við Austurhöfn en fyrirtæki þess síðastnefnda mun verða leiðandi fjárfestir í verkefninu.

 

Carpenter & Company er viðurkenndur rekstraraðili hótelverkefna í Norður Ameríku og hefur náð miklum árangri á því sviði, m.a. með samstarfi við hótelkeðjur eins og St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.

 

Á lóðinni mun rísa u.þ.b. 250 herbergja, fimm stjörnu hótel rekið af alþjóðlegum hótelrekstraraðila sem kynntur verður til sögunnar á  næstu vikum. Veislu-og fundarsalir, veitingastaðir og heilsulind verður einnig að finna byggingunni sem fullbyggðri er ætlað að verða eitt glæsilegasta hótel Reykjavíkur.

 

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á haustdögum og að hótelið verði opnað vorið 2018.

Samið hefur verið við T.ark-arkitekta og verkfræðistofuna Mannvit um hönnun og stjórnun framkvæmda.

 

Umfjöllun fjölmiðla má  m.a finna hér