íþrótta- og kennsluhúsnæði
Norðlingabraut Fylkir
Íþróttahús Fylkis
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Verktími: 2014-2016
T.ark teiknaði Norðlingabraut 16 fyrir byggingavöruverslunina MEST á sínum tíma. Borgin tók húsið á leigu fyrir fimleika og bardagaíþróttadeildir Fylkis og hefur T.ark séð um breytingar á húsnæðinu.
Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ
Framhaldsskóli - samkeppni
Verkkaupi: Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar
Verktími: 2010
Opin samkeppni um skólabyggingu fyrir nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Tillagan hlaut innkaup sem athyglisverð tillaga.
Grunnskóli og íþróttamannvirki í Úlfarsárdal
Grunnskóli, Bókasafn, Sundlaug og íþróttamannvirki fyrir Fram í Úlfarsárdal - samkeppni
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Verktími: 2014
Opin samkeppni þar sem tillaga T.ark varð í 2-3.sæti.
Markmið samkeppninnar var að ná fram fjölþættri samnýtingu mannvirkja og hlutverka, Tillaga okkar hverfist utan um almenningsgjá í gegnum miðbik hússins sem tengir alla starfssemina saman og jafnframt skapar utanhússgönguleið milli íbúðabyggðarinnar og náttúrunnar við ánna.