
201 Smári
Sunnusmári 2-6 og 16-22
Verkkaupi: Smárabyggð ehf
Verktími: 2016-2021
Um er að ræða tvo áfanga í hverfisuppbyggingunni 201.is sem felst í uppbyggingu yfir 600 íbúða sunnan Smáralindar.
Fyrri áfanginn, Sunnusmári 16-22 samanstóð af tveimur fjölbýlishúsum með 76 íbúðum tengdum með sameiginlegum bílakjallara.
Síðari áfanginn; Sunnusmári 2-6 samanstendur af þremur samtengdum fjölbýlishúsum með 84 íbúðum og þjónustu á neðstu hæð húss nr.2.
Sjá nánar á 201.is
Austurhöfn
Bryggjugata 2 og 4, Geirsgata 17 og Reykjastræti 5 og 7
Verkkaupi: Íslenskar Fasteignir
Verktími: 2016-2021
74 hágæða íbúðir við höfnina í Reykjavík ásamt verslun og þjónustu á 1.hæð.
Sjá nánar á Austurhöfn


Edenbyggð, Hveragerði
Aldinmörk 1-12 og Edenmörk 1-8
Verkkaupi: Já Verk
Verktími: 2019-2021
Lítil fjölbýlishús með 66 íbúðum umhverfis sameiginlega inngarða á svæðinu sem Eden stóð á áður.
C40 Reinventing cities - Ártún
Alþjóðleg samkeppni
Verkkaupi: Klasi/Heild/Arnarhvoll
Verktími: 2018-2019
1.verðlaun í alþjóðlegri samkeppni C40 samtakanna og Reykjavíkurborgar um sjálfbæra uppbyggingu á vannýttu borgarsvæði.
Tillagan bar nafnið Living Landscapes og var hringlaga bygging með blandaðri byggð íbúða, stúdentagarða, þjónustu og athafnarýma, þmt. leikskóla og safns um samspil náttúru og borgar.
Tillöguteymið, auk T.ark voru Jakob+Macfarlane arkitektar í París, Landslag, Efla, EOC verkfræðistofa í París og CNRS í París.


Hrólfskálamelur 10-18
30 hágæða íbúðir með bílakjallara á eftirsóttri útsýnislóð á Seltjarnarnesi. Höfuð áhersla lögð á vandaðan frágang, efnisnotkun og að hámarka útsýnisupplifun hverrar íbúðar.
Verkkaupi: Stólpar ehf
Verktími: 2011-2014
Skerjabraut 1-3
23 íbúðir hannaðar til þess að uppfylla þarfir ólíkra markhópa. Fjölbreittar í stærðum og gerðum en sameinaðar í stílhreinu formi fjölbýlis í þéttri og rótgróinni byggð Seltjarnarness.
Verkkaupi: Skerjabraut ehf
Verktími: 2014-2015


Jaðarleiti 2-8
Verkkaupi: Skuggabyggð
Verktími: 2016-20
Fjögur fjölbýlishús við hlið Útvarpshússins. Í deiliskipulagi var gerð krafa um uppbrot húshliða og útbjuggum við víxlverkun svala og stofuglugga til að brjóta upp þá ásýndi, samtímis og við vildum gefa húsunum láréttar línur í samspili við nágrannann.
Skógarvegur 12-14
Fjölbýlishús
Verkkaupi: Eykt
Verktími: 2014-2016
Fjölbýlishús með 33 íbúðum í Fossvoginum í Reykjavík


Skógarsel
Skógarsel 11-43
Fjölbýlishús og tvær raðhúslengjur sem byggðar voru á lóð fyrrverandi gróðrarstöð Alaska. Áhersla var lögð á að viðhalda trjágróðri lóðarinnar og aðlaga uppbyggingu á lóðinni þannig að gæði skógar í borg fengi að njóta sín.
Verkkaupi: Eykt
Verktími: 2005-2006
