skipulagsverkefni
Stjórnarráðsreiturinn
Skipulagssamkeppni
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Samkeppni: 2020
Verktími: 2022
T.ark og Studio Sprint fengu 1.verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni að nýju skipulagi fyrir Sölvhólsgötureitinn. En þar er fyrirhuguð framtíðaruppbygging ráðuneyta og stjórnsýslustarfsemi.
Áhersla var lögð á að húsnæðið væri öruggt og mikill sveigjanleiki í áfangaskiptingu.
Á sama tíma skildi skipulagið vera bjart, skjólsælt og aðlaðandi borgarrými sem félli vel að nærliggjandi umhverfi.
Reykjavíkurflugvöllur
Deiliskipulag
Verkkaupi: Reykjavíkurborg og ISAVIA
Verktími: áframhaldandi
T.ark hefur séð um skipulagsvinnu fyrir Reykjavíkurflugvöll frá því að Gísli Halldórsson fór að vinna fyrir Agnar Kufoed-Hansen sem flugmálastjóra eftir síðara stríð. T.ark vann síðustu heildaruppfærslu á flugvallarskipulaginu 2017 ásamt síðari breytingum.
Samhliða því hefur T.ark séð um skipulagsreglur flugvallarins fyrir ISAVIA.
Norðlingaholt
Deiliskipulag
Verkkaupi: Rauðhóll
Verktími: 1999-2002
Deiliskipulag fyrir nýtt hverfi í Norðlingaholti
Skógarsel
Deiliskipulag
Verkkaupi: Eykt
Verktími: 1999-2002
T.ark hannaði hús og deiliskipulag á svokallaðan Alaskareit í Breiðholti. Lögð var áhersla á að halda sem mest af stórum trjágróðri á lóð sem áður var gróðrastöðin Alaska.
Barónsreitir, Reykjavík
Skipulagsreitir 1.174.1 og 1.154.3
Svæðið frá Laugavegi að Skúlagötu, milli Baróns- og Vitastígs.
Verkkaupi: ÞG Verk
Verktími: 2014-2016, auk síðari breytinga
Verkefnið fólst í því að endurskipuleggja tvo sögufræga reiti í miðbæ Reykjavíkur þannig að hægt væri að þétta íbúðabyggð ásamt því að vernda eldri byggingar á reitnum.
Á efri reitnum, milli Laugavegs og Hverfisgötu var byggð friðaðar götumyndar eldri húsa við Vitastíg dýpkuð inn á reitinn. Ný göngugata var svo lögð milli Hverfisgötu og Laugavegs sem skilur þá byggð frá nýbyggingum, sem stækka í skala að Laugavegi 77.
Á neðri reitnum var útbúinn reitur fyrir íbúðarhús við Hverfisgötu sem tryggir andrými bæði Barónsfjóss og Bjarnarborgar. Við Skúlagötu var Kex og Skúlagötu 30 haldið en möguleiki á hótelturni á horni Vitastígs og Skúlagötu.
Loftleiðir
Skipulagsgreining
Verkkaupi: Reitir
Tillögugerð: 2021
Byggingar Loftleiða voru teiknaðar á T.ark á sínum tíma og hefur T.ark sinnt skrifstofuhluta Icelandair í þá áratugi sem liðnir eru. Nýlega keyptu Reitir skrifstofuhúsið og eignuðust þar með allan Loftleiðareitinn. Í ljósi tilkomu Borgarlínunnar og uppbyggingu umhverfis reitinn óskuðu Reitir eftir því að T.ark skoðað hvernig aðlaga mætti mannvirkið að breyttu skipulagi umhverfis samhliða breyttum hugmyndum Reita um notkun bygginganna.
Tillaga aðlagar lóðina að skipulagi Vatnsmýrarinnar, skapar nýtt borgartorg í stað bílastæðis framan við húsið, sem tengir Borgarlínuna við sögu Reykjavíkurflugvallar með því að sækja form flugvallarins inn í skipulag torgsins. Ný fjölbýlishús norðan megin tengja þjónustu á reitnum við íbúðarhverfið í Hlíðarenda.